Steinullarverksmiðja

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 11:40:25 (8346)

2002-04-29 11:40:25# 127. lþ. 132.16 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[11:40]

Vilhjálmur Egilsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vek athygli á því að hv. þm. Jón Bjarnason var einn af aðstandendum Skagafjarðarlistans og stuðningsmaður hans á sínum tíma, og væntanlega góður kjósandi og dyggur. Hann ber nokkra ábyrgð á því að hafa síðan tekið þátt í því að koma mínum mönnum út úr meiri hlutanum í Skagafirði sem var mikið ólán eins og ég veit að hv. þm. tekur undir.

Varðandi spurningar hv. þm. um fund þingmanna kjördæmisins er merkilegt að þeirri hugmynd skyldi allt í einu ljósta niður í koll hans á þessu augnabliki. Það er að sjálfsögðu alveg sjálfsagt að boða þingmenn kjördæmisins til fundar til að ræða um þessi mál og öll önnur sem koma hagsmunamálum þess við. Ef hann óskar eftir því mun ég að sjálfsögðu verða við því hið snarasta.