Steinullarverksmiðja

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 11:43:08 (8349)

2002-04-29 11:43:08# 127. lþ. 132.16 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[11:43]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Enn veldur hv. 1. þm. Norðurl. v. mér vonbrigðum, ég verð bara að segja það. Við erum að ræða um sölu á Steinullarverksmiðjunni sem flokksmenn hans í héraðinu hafa ályktað gegn og sent áskorun um að beita sér gegn þessu. (VE: Þú berð ábyrgð á þessu.) Að vera svo að draga allt aðra þætti inn sem skipta ekki máli --- ég fór ekki í prófkjör fyrir Samfylkinguna ef það er málið, ég fór í prófkjör fyrir Alþýðubandalagið á sínum tíma. (VE: Nú, fórstu ekki í prófkjör fyrir Samfylkinguna?) Það er ekki málið. En ég veit ekki betur en hv. 1. þm. Norðurl. v. (VE: Fórstu ekki í prófkjör fyrir Samfylkinguna?) sé kosinn af sjálfstæðismönnum í Skagafirði og þeir hafa sent ályktun sína inn á þing um að þeir mótmæli sölu Steinullarverksmiðjunnar og hvernig að henni er staðið. Það væri myndarlegra ef hv. 1. þm. Norðurl. v., Vilhjálmur Egilsson, stigi hér á stokk og stæði með sínu fólki. (VE: Hann neitar að hafa farið í prófkjör fyrir Samfylkinguna.)