Barnaverndarlög

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 14:36:52 (8358)

2002-04-29 14:36:52# 127. lþ. 132.2 fundur 318. mál: #A barnaverndarlög# (heildarlög) frv. 80/2002, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[14:36]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um afskaplega merkilegt mál, barnaverndarlög, sem mikið var rætt og unnið í hv. félmn. Ég stóð þar að þeim tillögum sem hér eru lagðar til. Þó er geri ég athugasemd við eitt atriði.

Ég lagði það til í nefndinni að alls staðar í lögunum yrði rætt um barn sem einstakling en ekki börn sem hjörð. Því var ekki fylgt og ég veit ekki hvernig stendur á því að brtt. og nál. er ekki í samræmi við þennan vilja nefndarinnar. Þrátt fyrir það tel ég að það sé ekki svo veigamikið mál að hafa alls staðar barn sem einstakling og greiði ég þessu atkvæði mitt. En það er með ákveðinni eftirsjá því að ég hefði viljað sjá lögin fallegri að þessu leyti.