Þjóðhagsstofnun o.fl.

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 14:41:36 (8359)

2002-04-29 14:41:36# 127. lþ. 132.3 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[14:41]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Í þessum brtt. kemur í fyrsta lagi fram að staðið verði við það sem fram kemur í erindisbréfi forsrh. um þetta mál frá 11. júní 2001, um að starfsfólki verði tryggð sambærileg störf hjá þeim stofnunum sem taka við verkefnum Þjóðhagsstofnunar og í öðru lagi að stofnað verði sérstakt hagsvið við skrifstofu Alþingis til þess að staða þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu veikist ekki við þessa breytingu, en þingmenn, ekki síst í stjórnarandstöðu, geti leitað sér aðstoðar hjá óháðum aðila með ráðgjöf, upplýsingar og útreikninga. Það kemur fram í síðari tölulið þessarar brtt.