Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 15:05:49 (8372)

2002-04-29 15:05:49# 127. lþ. 132.15 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[15:05]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég er á móti þeirri stefnubreytingu hjá hæstv. ríkisstjórn að hverfa frá almennum til sértækra aðgerða og meira að segja til eintækra aðgerða því að hér er eingöngu verið að aðstoða eitt fyrirtæki. Í þessu felst mikil áhætta og áhættu á að fjármagna með áhættufé, ekki með lánsfé og alls ekki með ríkisábyrgð.

Hv. þm. eru ekki í stöðu til þess að meta þá miklu áhættu sem hér er verið að leggja til og geta þar af leiðandi ekki tekið afstöðu til málsins. Þrátt fyrir þessa fyrirvara mína vona ég að þetta dæmi gangi upp fyrir þjóðina. En ég er eindregið á móti þessu frv. og mun greiða atkvæði gegn því á öllum stigum.