Útlendingar

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 23:56:11 (8443)

2002-04-29 23:56:11# 127. lþ. 132.19 fundur 433. mál: #A útlendingar# (heildarlög) frv. 96/2002, Frsm. minni hluta GÖ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[23:56]

Frsm. minni hluta allshn. (Guðrún Ögmundsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér skilst að auðvitað taki þingmaðurinn undir að betur fari á því að þetta sé allt undir einum hatti, þar sem hún er samþykk áliti meiri hluta allshn. Hins vegar er tekið öðruvísi á þessu í frv. um atvinnuréttindi útlendinga. Þar er meira kveðið á um þetta samstarf milli Vinnumálastofnunar, Útlendingaeftirlits og annarra sem að málinu koma. Það er ekki gert hér, en auðvitað hefði mönnum verið í lófa lagið að gera slíkt.