Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 10:22:50 (8489)

2002-04-30 10:22:50# 127. lþ. 133.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, iðnrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[10:22]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Þessi málsgrein fjallar um það að helmingur söluandvirðis skuli renna til samgöngubóta eða atvinnuuppbyggingar í þeim sveitarfélögum sem verulegra hagsmuna eiga að gæta í sambandi við rekstur þessa fyrirtækis. Ég hefði álitið að það væri þó eitthvað sem allir þingmenn gætu orðið sammála um að væri mikilvægt og rétt með tilliti til byggðastefnu og mikilvægis þess að efla þetta svæði á landinu. Þess vegna segi ég að sjálfsögðu já við þessari grein.