Útlendingar

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 10:40:46 (8497)

2002-04-30 10:40:46# 127. lþ. 133.4 fundur 433. mál: #A útlendingar# (heildarlög) frv. 96/2002, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[10:40]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í þessu frumvarpi er sitthvað jákvætt en þó eru þar margir mjög ámæliverðir þættir. Í fyrsta lagi hefur frv. að geyma allt of rúmar heimildir til hæstv. dómsmrh. og ríkisstjórnarinnar. Lögin eiga að tryggja réttarstöðu fólks en ekki vera háð duttlungum stjórnvalda hverju sinni.

Í öðru lagi hefur í allt of ríkum mæli hefur verið tekið tillit til Útlendingaeftirlitsins en í of litlum mæli verið hlustað á sjónarmið mannréttindasamtaka og samtaka innflytjenda.

Í þriðja lagi vil ég sérstaklega nefna tvær lagagreinar, 15. gr. og 55. gr. Sú fyrri leggur þá kvöð á aðflutt fólk að sækja íslenskunámskeið. Við hefðum viljað snúa þessu við og hafa þá skyldu á ríkisvaldinu að bjóða upp á slík námskeið. Þetta eru dæmi um þær áherslur sem við hefðum viljað sjá í þessu frumvarpi.

Hin lagagreinin lýtur að Persónuvernd. Persónuvernd hefur gert mjög alvarlegar athugasemdir við frv. og þessa lagagrein sérstaklega og við tökum undir þær athugasemdir. Þess vegna getum við ekki stutt þetta frumvarp.