Húsnæðismál

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 11:02:50 (8502)

2002-04-30 11:02:50# 127. lþ. 133.6 fundur 710. mál: #A húsnæðismál# (félagslegar íbúðir) frv. 86/2002, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[11:02]

Forseti (Halldór Blöndal):

(SJS: Var ræðutíminn búinn?) Forseta heyrðist hv. þm. vera að tala um önnur mál en það sem hér er á dagskrá (SJS: Nú, já.) þegar hann talaði um að í hverju máli á fætur öðru væri talað um önnur mál. Ég áminni þingmanninn um að fylgja þingsköpum. (SJS: Ég þakka hæstv. forseta mikið fyrir lipurðina.)

Ég geri ráð fyrir því að hv. þm. sé óvanur að sýna slíkt en af þessu gefna tilefni vil ég taka fram að það er ætlast til þess, þegar menn kveðja sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna eða gera grein fyrir atkvæði sínu, að menn ræði það mál sem er á dagskrá en fari ekki út í almennar stjórnmálaumræður og tali um önnur mál eins og hv. þm. gerði.