Deilur Ísraels og Palestínumanna

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 11:39:16 (8514)

2002-04-30 11:39:16# 127. lþ. 133.11 fundur 734. mál: #A deilur Ísraels og Palestínumanna# þál. 25/127, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[11:39]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Eins og mál standa í dag er gert ráð fyrir að ég fari í heimsókn til Ísraels 26. maí og eigi fund með utanrrh. Ísraels mánudaginn 27. maí. Þetta var staðfest fyrir klukkutíma.

Önnur atriði heimsóknarinnar liggja ekki fyrir á þessari stundu en sem sagt er gert ráð fyrir því að hún verði farin.

Að því er varðar þátttöku Íslendinga í því uppbyggingarstarfi sem blasir við hafa engar ákvarðanir verið teknar. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með undirbúningi þess. Það er ljóst að alþjóðasamfélagið þarf að koma þar að í ríkum mæli. Ég geri ráð fyrir að Íslendingar komi að því með einum eða öðrum hætti. Það er ekki tímabært að ákveða á þessari stundu með hvaða hætti það verður gert.

Það er sem sagt gert ráð fyrir að þessi heimsókn verði á þeim tíma sem hefur verið í undirbúningi um alllangan tíma.