Breyting á frumvarpi um vinnuvernd

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 11:55:36 (8520)

2002-04-30 11:55:36# 127. lþ. 134.93 fundur 564#B breyting á frumvarpi um vinnuvernd# (aths. um störf þingsins), ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[11:55]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Frumvarp um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem hér hefur verið gert að umræðuefni, fjallar um að lögfesta meginreglu vinnutímatilskipunar ráðs Evrópusambandsins um daglegan hvíldartíma og m.a. vinnutíma næturvinnustarfsmanna og rétt þeirra til heilsufarsskoðunar. Á þeim atriðum tekur frv. Og þó svo frv. geri ráð fyrir að hægt verði að semja við aðila um að sjá um heilsuverndina, en ekki að heilsuverndin fari eingöngu fram á heilsugæslustöðvum, þá er séð fullkomlega fyrir því að hægt verði að annast heilsufarsskoðun og heilsuvernd starfsmanna. Um það fjallar frv. og er engin ástæða til annars en að líta svo á að hér sé fullkomlega séð fyrir hag launþega.