Breyting á frumvarpi um vinnuvernd

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 12:04:53 (8528)

2002-04-30 12:04:53# 127. lþ. 134.93 fundur 564#B breyting á frumvarpi um vinnuvernd# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[12:04]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þetta voru rangfærslur hjá hv. formanni félmn. Frumvarpið byggir ekki á sátt. Það er hins vegar rétt að haft var samráð og menn náðu samkomulagi og það er frá því samkomulagi sem ríkisstjórnin er nú að hlaupa með því að rífa tiltekin efnisatriði út úr frv. og veikja lögbundna réttarstöðu launafólks. Um þetta er ríkisstjórninni fullkunnugt.

Talsmenn BSRB og Alþýðusambands Íslands hafa átt fund með félmrh. um þetta atriði og komið á framfæri eindregnum mótmælum. Jafnframt hefur verið boðist til þess að setjast að viðræðuborði og reyna að ná sátt um ásættanlega niðurstöðu.

Þetta eru staðreyndir málsins. Á þetta hefur hins vegar ekki verið hlustað. Því er mótmælt og er eðlilegt að þetta sé rætt í því samhengi sem hér er gert um störf þingsins því að það er alveg rétt sem kom fram hjá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að menn eru að sjálfsögðu að ræða með hvaða hætti við getum lokið þinghaldinu. Og það er líka ástæða til að vekja athygli á því að á morgun er 1. maí, baráttudagur verkalýðsins og þetta eru kaldar kveðjur frá Alþingi ef málið á fram að ganga með þessum hætti.