Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 12:08:31 (8529)

2002-04-30 12:08:31# 127. lþ. 134.94 fundur 565#B tilhögun þingfundar#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[12:08]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil geta þess áður en lengra er haldið að gert er ráð fyrir því nú að ræða um landbúnaðarmál til kl. eitt en síðan kl. 13.30, að loknu matarhléi, verði tekið til við að ræða 1. dagskrármálið, Steinullarverksmiðju. Að þeirri umræðu lokinni má gera ráð fyrir atkvæðagreiðslu og síðan verður gengið til umræðu um 4. dagskrármálið, um stjórn fiskveiða.