Búfjárhald o.fl.

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 12:38:58 (8539)

2002-04-30 12:38:58# 127. lþ. 134.28 fundur 338. mál: #A búfjárhald o.fl.# (heildarlög) frv. 103/2002, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[12:38]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt sem hér kom fram. Það er gerð tillaga um að stækka búfjárrekstrarsvæðin, draga úr þessari nálægð sem er svo erfið og er hluti af því að of seint er gripið inn í dýraverndarmálum. Það er erfitt að hafa afskipti af nágrönnum sínum þó að maður viti að eitthvað sé að.

Af þessu kann þó að hljótast kostnaður sem nú lendir á sveitarfélögum. Ég hef fyrirvara varðandi aukinn kostnað af yfirumsjón með þessu eftirliti. Ég tel að þetta sé í rétta átt, það sé af hinu góða að stækka eftirlitssvæðin en geri fyrirvara við kostnaðinn.