Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 16:19:18 (8590)

2002-04-30 16:19:18# 127. lþ. 134.29 fundur 630. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gróðurhúsaafurðir og garðávextir) frv. 84/2002, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[16:19]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er eitt af þessum makalausu landbúnaðarfrv. sem við erum búin að afgreiða nokkur, og erum að afgreiða. Þetta felst í því að niðurgreiða vísitöluna með því að veita styrki til grænmetisframleiðenda, 25 millj. á hvert bú á tíu árum, og eftir það heldur það væntanlega áfram.

Ég er eindregið á móti svona niðurgreiðslum á vísitölum. Þetta eru eldgamlar aðferðir og hafa ekki dugað. Ég er líka á móti því að veita svona ríflega styrki. Ríkið ætti bara að kaupa reksturinn af þessum bændum, þeir gætu haldið jörðunum og húsunum eftir sem áður. Það mætti eflaust borga þeim helminginn af þessari upphæð, 12 millj. á stykkið. Ég er eindregið á móti svona ráðslagi. Þetta er ekki til góðs fyrir neinn. Þetta er ekki gott fyrir grænmetisbændur heldur. Ég segi nei.