Húsnæðismál

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 12:12:05 (8623)

2002-05-02 12:12:05# 127. lþ. 135.9 fundur 710. mál: #A húsnæðismál# (félagslegar íbúðir) frv. 86/2002, Frsm. ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[12:12]

Frsm. félmn. (Arnbjörg Sveinsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Til að svara því síðasta, þá fór nefndin ekki sérstaklega ofan í það og ég held að við höfum almennt reiknað með því að það væri ákveðið form á því hvernig slík þóknun væri greidd. Ég reikna með að hæstv. ráðherra svari því.

En varðandi það hvort við hefðum talið það nauðsynlegt að fá reglugerðina til umsagnar, þá er það auðvitað eins og er með margar þær reglugerðir sem verið er að setja. Það er búist við ákveðnu uppleggi og í þessu tilfelli er það þannig að nefndin hefur skilað af sér skýrslu sem heitir Endurskipulagning húsnæðismála sveitarfélaga. Í nefndinni áttu sæti ágætir fulltrúar bæði frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og félmrn. og fjmrn. Nefndin fór mjög ítarlega yfir það hvernig hægt væri að takast á við þetta verkefni og niðurstaðan liggur fyrir í skýrslunni og við höfum gert ráð fyrir að reglugerðin miðaðist við þá niðurstöðu og það reiknilíkan sem búið var að þróa í nefndinni.