Húsnæðismál

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 12:54:46 (8630)

2002-05-02 12:54:46# 127. lþ. 135.9 fundur 710. mál: #A húsnæðismál# (félagslegar íbúðir) frv. 86/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[12:54]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vildi aðeins fá skýrar fram hjá hæstv. ráðherra um heimild til þess að afskrifa félagslegar íbúðir og þátttöku Íbúðalánasjóðs, þar sem skilyrt er að viðkomandi sveitarfélag komi með jafna upphæð á móti Íbúðalánasjóði. Ef viðkomandi sveitarfélag hefur hreinlega ekki efni á því þá nær þetta ákvæði ekki tilgangi sínum. Þetta getur verið sá klafi að það hafi ekki efni á því nema þá að ganga verulega á aðra almenna þjónustu. En við vitum hvernig fjárhagsstaða sveitarfélaga getur verið. Hvað er þá gert í slíkum tilfellum? Er þetta bundið alveg með þessum hætti?

Í öðru lagi: Er ríkið með þessu að semja sig frá skuldbindingum varasjóðsins á þessum skuldbindingum vegna félagslega íbúðakerfisins, eða er ekki svo? Hér kemur ekki fram hver heildarvandinn, heildarþörfin er í aðgerðum. Það kemur ekki fram heldur einungis hvaða skref eru tekin, lágmarksskref. En heildarvandinn sem á þyrfti að taka kemur hvergi fram að því er ég fæ séð.