Húsnæðismál

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 12:56:00 (8631)

2002-05-02 12:56:00# 127. lþ. 135.9 fundur 710. mál: #A húsnæðismál# (félagslegar íbúðir) frv. 86/2002, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[12:56]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það var búið til reiknimódel af nefndinni eða á vegum nefndarinnar þar sem því var öllu saman raðað upp hvernig þetta mundi geta gengið upp og svo virtist vera að þetta dygði til þess að lækna vandann.

Varðandi það hvað eigi að gera ef sveitarfélag hefði ekki efni á að afskrifa eða taka þátt í afskrift þá hef ég ekki svör á reiðum höndum um það. En fyrir liggur að sveitarfélögin á Vestfjörðum, þar sem fyrst og fremst er um slíkar íbúðir að ræða, eru í ágætum málum með að klára það.