Húsnæðismál

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 12:56:53 (8632)

2002-05-02 12:56:53# 127. lþ. 135.9 fundur 710. mál: #A húsnæðismál# (félagslegar íbúðir) frv. 86/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[12:56]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Þegar svona ákvæði um hvernig auðvelda skuli sveitarfélögum í fjárhagsvandræðum og gera þeim mögulegt að afskrifa íbúðir, er sett inn þá finnst mér að það ákvæði eigi að vera virkt þannig að tekið sé tillit til þess hvernig á standi. Ef sveitarfélagið ætti ekki í fjárhagsvanda þá ætti það vafalaust ekki í vanda með þessar íbúðir. Gildir þá einu hvort um Vestfirðinga eða aðra er að ræða í því sambandi. Í öðru lagi tel ég enn mikið skorta á að kynntur sé heildarvandi þessa málaflokks, þessarar stöðu. Ef við förum í gegnum álit nefndar sem skipuð var í þessu máli þá höfum við almennt verið að tala um miklu hærri tölu sem þyrfti að koma til móts við og leysa úr. Ég tel því að hér sé um mjög smámunalega þvingunaraðgerð að ræða, að sveitarfélögunum hafi verið sillt upp við vegg og vandinn sé ekki allur uppi á borðinu í þessu frv.