Vegáætlun fyrir árin 2000--2004

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 15:45:15 (8653)

2002-05-02 15:45:15# 127. lþ. 135.11 fundur 680. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000--2004# þál. 28/127, SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[15:45]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. 5. þm. Austurl., Þuríður Backman, talaði í ræðu sinni um stórfelldan niðurskurð í vegamálum. Þarna fer þingmaðurinn ekki alls kostar með rétt mál því að um ákveðnar frestanir er að ræða. En þrátt fyrir þær frestanir er ríkið nú að verja 11,4 milljörðum til vegamála sem er með því mesta sem gerst hefur. Á sl. ári var einnig varið 11,4 milljörðum til vegamála. Árið 2000 voru það 10,3 milljarðar og árið 1999 voru það 9,9 milljarðar. Rétt skal vera rétt.