Vegáætlun fyrir árin 2000--2004

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 18:11:06 (8678)

2002-05-02 18:11:06# 127. lþ. 135.11 fundur 680. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000--2004# þál. 28/127, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[18:11]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um vegáætlun fyrir yfirstandandi ár. Hún felur í sér niðurskurð upp á rúma 1,5 milljarða frá gildandi vegáætlun, þeirri sem unnið hefur verið eftir. Það er hvorki í takti við áherslur í byggðamálum né í atvinnumálum eða öryggismálum í umferð að skera niður fjármagn til vegamála í landinu.

Herra forseti. Ég harma að ríkisstjórnin skuli velja vegaframkvæmdir til að skera niður ef hún hyggst draga saman í ríkisfjármálum. Það er andstætt hagsmunum þjóðarinnar, a.m.k. hinna dreifðu byggða.