Umhverfisstofnun

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 18:58:30 (8686)

2002-05-02 18:58:30# 127. lþ. 135.13 fundur 711. mál: #A Umhverfisstofnun# frv. 90/2002, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[18:58]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Jú. Hvað varðar stöðu heilbrigðisfulltrúanna sem nú eru starfandi, þegar slík uppstokkun er fyrirhuguð eins og hér er kynnt án þess að það sé útfærsla á þeim hugmyndum. Það á eftir að vinna hvernig þessi stofnun á að starfa í framtíðinni, það er sú vinna sem m.a. forstöðumanni er ætlað að stýra, og þá eru starfsmenn auðvitað óöruggir með sinn hag um hvernig starfsvettvangur þeirra verður, hvort hann verður óbreyttur eða hvort hann verður á þá lund sem hugmyndir voru um með matvælastofnun. Eða finnst hv. þm. það óeðlilegt að miðað við það frv. sem hér liggur frammi, þegar það á eftir að vinna útfærsluna, að starfsmennirnir séu uggandi um stöðu sína?