Fjárreiður ríkisins

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 22:10:12 (8716)

2002-05-02 22:10:12# 127. lþ. 135.22 fundur 581. mál: #A fjárreiður ríkisins# (Fjársýsla) frv. 95/2002, Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[22:10]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. efh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum um fjárreiður ríkisins.

Nefndin hefur fjallað um málið, sent það til umsagnar og fengið aðila á sinn fund sem getið er um í nál.

Nefndin leggur til smávægilega breytingu á frv. sem fjallar um verkefni Fjársýslu ríkisins, að hún annist innheimtu á skuldabréfum og kröfum, sem er svipað hlutverk og hún hefur haft.

Virðulegi forseti. Undir þetta rita allir nefndarmenn sem viðstaddir voru fundinn.