Verslunaratvinna

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 22:11:32 (8717)

2002-05-02 22:11:32# 127. lþ. 135.23 fundur 607. mál: #A verslunaratvinna# (fylgiréttargjald, bifreiðasölur) frv. 94/2002, Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[22:11]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. og brtt. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum um verslunaratvinnu, með síðari breytingum.

Nefndin fjallaði um málið og sendi það til umsagnar og fékk aðila á sinn fund sem tilgreindir eru í nál. Tillaga nefndarinnar er að gerðar verði þrjár breytingar á frv.

Í 1. lið brtt. er fjallað um að ekki þurfi endilega að gera þá kröfu að aðili sem annast lokaútboð hafi skráningu fyrir verslunarrekstur.

Í annan stað er gerð sú tillaga til breytingar á refsi\-ákvæðum að við því liggi sekt að vanrækja tilkynningu til firmaskrár, hlutafélagaskrár eða samvinnufélagaskrár.

Síðan er í þriðja lagi lagt til í ákvæði til bráðabirgða að greiða skuli 25 þús. kr. fyrir útgáfu leyfis til sölu notaðra ökutækja.