Samstarf fagstétta í heilsugæsluþjónustu

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 23:53:55 (8742)

2002-05-02 23:53:55# 127. lþ. 135.35 fundur 55. mál: #A samstarf fagstétta í heilsugæsluþjónustu# þál., Frsm. JBjart (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[23:53]

Frsm. heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti hv. heilbr.- og trn. um till. til þál. um aukið samstarf fagstétta í heilsugæsluþjónustu.

Nefndin fjallaði um þetta mál og henni bárust nokkuð margar og jákvæðar umsagnir um efni tillögunnar. Hv. heilbr.- og trn. tekur undir tillögugreinina sem og þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð með henni.

Nefndin telur að efni tillögunnar sé framlag til vinnu á vegum heilbrrh. um þróun og breytingar á skipulagi á verkefnum heilsugæslunnar. Með hliðsjón af því leggur heilbr.- og trn. til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Undir álit þetta rita auk frsm. hv. þm. Katrín Fjeldsted, Ásta Möller, Ásta R. Jóhannesdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Þuríður Backman en aðrir hv. þm. í heilbr.- og trn. voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.