Heildarstefna um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 23:55:28 (8743)

2002-05-02 23:55:28# 127. lþ. 135.36 fundur 233. mál: #A heildarstefna um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana# þál. 36/127, Frsm. JBjart (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[23:55]

Frsm. heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. hv. heilbr.- og trn. um till. til þál. um mótun heildarstefnu um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana. Þetta er 233. mál og er nál. á þskj. 1349. Margir aðilar skiluðu umsögn um málið og þær voru allar jákvæðar. Heilbr.- og trn. tekur undir efni tillögugreinarinnar sem og þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð með tillögunni og leggur til að efni hennar verði skoðað samhliða tillögu um heilsuvernd í framhaldsskólum, tillögu um unglingamóttöku og getnaðarvarnir og tillögu um átraskanir.

Hv. heilbr.- og trn. leggur til að þessi tillaga verði samþykkt. Undir álit þetta rita auk frsm. hv. þm. Katrín Fjeldsted, Ásta Möller, Ásta R. Jóhannesdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Þuríður Backman en aðrir hv. þm. í heilbr.- og trn. voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.