2002-05-03 00:01:12# 127. lþ. 135.38 fundur 317. mál: #A unglingamóttaka og getnaðarvarnir# þál., Frsm. JBjart (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[24:01]

Frsm. heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti hv. heilbr.- og trn. um till. til þál. um unglingamóttöku og getnaðarvarnir. Í nefndarálitinu á þskj. 1315 eru tilgreindir þeir aðilar sem skiluðu umsögnum um þetta mál.

Hv. heilbr.- og trn. tekur undir efnisatriði tillögugreinarinnar sem og þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð með henni. Nefndin telur eðlilegt að efni tillögunnar verði skoðað samhliða tillögu um heilsuvernd í framhaldsskólum, tillögu um mótun heildarstefnu um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana og tillögu um átraskanir og sé framlag til vinnu á vegum heilbrigðisráðherra um þróun og breytingar á skipulagi og verkefnum heilsugæslunnar.

Heilbr.- og trn. leggur til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Undir álit þetta rita auk framsögumanns hv. nefndarmenn í heilbr.- og trn., Katrín Fjeldsted, Ásta Möller, Ásta R. Jóhannesdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Þuríður Backman.