2002-05-03 00:06:15# 127. lþ. 135.29 fundur 265. mál: #A meðferð opinberra mála# (áfrýjunarréttur, fjölskipaður dómur) frv., Frsm. JBjart (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[24:06]

Frsm. allshn. (Jónína Bjartmarz):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti hv. allsh. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, með síðari breytingum.

Hv. allshn. fjallaði nokkuð um þetta mál. Henni bárust jafnframt umsagnir frá þeim aðilum sem eru nándar tilgreindir í þskj. 1289.

Í frumvarpinu er annars vegar lagt til að héraðsdómur verði skipaður þremur héraðsdómurum ef sýnt þykir að niðurstaða dómsins kunni að verulegu leyti að ráðast af mati á sönnunargildi framburðar vitna og hins vegar er lagt til að lögbundnar takmarkanir á áfrýjunarheimild til Hæstaréttar vegna áfellisdóms í opinberum málum verði felldar niður.

Allsherjarnefnd vekur athygli á því að lög um meðferð opinberra mála sæta nú heildarendurskoðun af hálfu dómsmálaráðuneytis. Með tilliti til þess leggur nefndin til að að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Undir nefndarálit þetta rita auk framsögumanns hv. þm. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar, Ólafur Örn Haraldsson, Ásta Möller, Katrín Fjeldsted, Kjartan Ólafsson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Lúðvík Bergvinsson, að mér sýnist allir nefndarmenn í allshn.