Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:07:56 (8792)

2002-05-03 14:07:56# 127. lþ. 137.2 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, JóhS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:07]

Jóhanna Sigurðardóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég mómæli ríkisábyrgð til eins fyrirtækis í miklum áhætturekstri sem líkja má við fjárhættuspil þar sem hver fjögurra manna fjölskylda er skylduð til að hætta tæpum 300 þús. kr. Allar líkur eru á að frumvarpið gangi gegn þrígreiningu ríkisvaldsins, stjórnarskránni og samkeppnislögum. Ríkisbókhald hefur líka staðfest í dag að Íslensk erfðagreining skuldi ríkissjóði tæpar 100 millj. kr. sem eru í vanskilum en það gengur gegn ríkisábyrgðarlögum að veita slíku fyrirtæki ríkisábyrgð en þeim lögum hefur verið vikið til hliðar. Þetta er pilsfaldakapítalismi af verstu sort og ég hafna því að ríkisstjórnin tefli eina ferðina enn fram sérhagsmunum gegn almannahagsmunum.