Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:11:36 (8794)

2002-05-03 14:11:36# 127. lþ. 137.2 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:11]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Stjórnvöld á Íslandi hafa í gegnum árin gripið til ýmissa aðgerða til að efla og treysta efnahagslíf landsins. Í þeim tilgangi hefur verið beitt ríkisábyrgðum eða sértækum aðgerðum af hálfu Alþingis. Í fersku minni er ábyrgðin til flugfélaganna svo halda mætti uppi flugi á milli landa og sértækir samningar við uppbyggingu áliðnaðar á Íslandi við Ísal svo eitthvað sé nefnt.

Við beitum að þessu leyti svipuðum aðferðum og aðrar þjóðir og getum ekki skorið okkur úr. Íslensk erfðagreining er móðurskip líftækni á Íslandi og hyggur á lyfjaþróun á heimsmælikvarða. Þar vinna í dag um 600 manns og gætu orðið um 900 ef vel tekst til. Hér er nýtt tækifæri á ferðinni við að virkja íslenskt hugvit sem ekki má láta ganga sér úr greipum. Að ríkið komi að slíku er ekki óþekkt.

Íslensk stjórnvöld hafa sýnt það síðustu tíu ár að ríkisábyrgðum hefur verið beitt af mikilli varfærni og aðeins þegar mikið liggur við og aðstæður hafa réttlætt slíkt. Þessi ríkisstjórn hefur sýnt það að fyrirtækjum í landinu er ekki mismunað og er ekki ástæða til að ætla að svo verði í þessu tilviki. Ég segi já.