Stefna í byggðamálum 2002--2005

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:26:05 (8803)

2002-05-03 14:26:05# 127. lþ. 137.3 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál. 30/127, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:26]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Við greiðum nú atkvæði um stefnu í byggðamálum 2002--2005. Ég hef enga trú á áætlunum af þessum toga, enda samdar á skrifstofum, aðallega hér í Reykjavík, og ætti reynslan að hafa sýnt þeim trúuðu að svona áætlunargerð gerir ekki gagn, ekki hér á landi frekar en í Sovétríkjunum forðum.

Sú áætlun sem við hér ræðum um er líka sérstaklega loftkennd. Mikilvægara væri að reyna að hemja útbreiðslu báknsins sem blæs út í höfuðborginni og sogar til sín fólk af landsbyggðinni. Nýjar stofnanir renna út af Alþingi eins og á færibandi, þar á meðal nokkrar í dag. Flestar eru staðsettar í Reykjavík og alltaf er málefnið gott.

Nei, herra forseti. Við skulum láta landsbyggðina í friði og hætta að stjórna því fólki sem þar býr. Kannski nær það þá andanum. Ég sit hjá.