Umhverfisstofnun

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:32:30 (8809)

2002-05-03 14:32:30# 127. lþ. 137.4 fundur 711. mál: #A Umhverfisstofnun# frv. 90/2002, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:32]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð telur undirbúning málsins hafa verið mjög ábótavant og telur skorta verulega á fagleg rök fyrir þeim breytingum sem frv. felur í sér. Enginn rökstuðningur fylgir þeim fullyrðingum um að ætlunin sé að efla málaflokkinn með breytingunum heldur eru vísbendingar um að ekki verði neinum fjármunum til hans varið umfram það sem stofnanirnar sem um ræðir hafa haft úr að spila hingað til.

Það er alveg fráleitt að taka málefni hreindýraráðs úr Héraði og færa undir miðstýrða stofnun í Reykjavík. Hreindýrin eru og verða á Austurlandi og þar eiga umsjón og verkefnin að vinnast.

Herra forseti. Við lögðum fram rökstudda dagskrá um að vísa þessu frá. Hún hefur verið felld. Við munum greiða atkvæði gegn þessu frv.