Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 15:09:32 (8827)

2002-05-03 15:09:32# 127. lþ. 137.11 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[15:09]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Árum saman hefur það verið gagnrýnt að ekki sé innheimt veiðigjald af sjávarútveginum. Með því frv. sem hér er verið að afgreiða er það tekið upp án þess að það íþyngi greininni um of. Það ber sannarlega að árétta að hættulegt er að þetta gjald verði hækkað með þeim hætti að það komi illa niður á greininni. Með þeirri aðferð sem hér er verið að leggja til er það hins vegar ekki gert. Því styð ég þetta mál.