Fjárlög 2002

Fimmtudaginn 04. október 2001, kl. 14:51:49 (93)

2001-10-04 14:51:49# 127. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 127. lþ.

[14:51]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 5. þm. Reykv. beindi til mín fyrirspurnum um bætur almannatrygginga. Ég vildi koma á framfæri skýringum á prósentutölum í frv. sem varða þær bætur. Þær hækka um rúm 7% í upphafi ársins 2002 og hækkuðu síðast um 4% í upphafi þessa árs, eða um 11,6% á tveimur árum. Verðlagið er miðað við síðustu spá Seðlabanka Íslands um hækkun neysluverðsvísitölu. Þar er gert ráð fyrir að verðbólga milli áranna 2000 og 2001 verði 6,4%, en frá 2001--2002 verði hún tæp 5% miðað við þessa spá. Þetta eru forsendurnar fyrir útreikningunum í frv. og á þeim voru fjárlög þessa árs byggð.