Fjárlög 2002

Fimmtudaginn 04. október 2001, kl. 16:59:28 (133)

2001-10-04 16:59:28# 127. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 127. lþ.

[16:59]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi sparnaðinn á spítölunum mun á næstunni verða farið yfir það mjög vandlega hvaða möguleikar verða í því efni. Ég hef átt ágætt samstarf við framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóra spítalans og reglulegar viðræður án þess að ég sé að taka þau mál upp á mitt borð. Stjórnin hefur víðtækt umboð í þessum efnum. Ég vona að þessi markmið náist án þess að þjónusta sé skert að marki. Ég hef miklar áhyggjur af ástandinu á sjúkrahúsinu núna, því ástandi sem þar skapast í tengslum við verkfall sjúkraliða. Ég vona að það mál leysist þó að það sé annað mál. Hins vegar mun verða farið yfir þessi mál mjög vandlega á næstunni og ég vonast til þess að unnt verði að ná þessum 1% sparnaðarmarkmiðum.

Varðandi svo fráflæðið frá spítalanum. Það er stórmál sem hv. þm. drepur á þar. Ég legg mikla áherslu á að það verður að fara af stað frekari uppbygging hjúkrunarrýma fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu. Sóltún mun bætast við á næsta ári, en sett var upp bráðabirgðaaðstaða á Landspítalanum -- háskólasjúkrahúsi fyrir þá sjúklinga sem þar fara inn. (Forseti hringir.) Ég verð líklega að klára að svara hv. þm. í næsta andsvari ef ég má, herra forseti.