Fjárlög 2002

Fimmtudaginn 04. október 2001, kl. 17:12:07 (139)

2001-10-04 17:12:07# 127. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 127. lþ.

[17:12]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef í rauninni ekki miklu við þetta að bæta að öðru leyti en því að ég legg á það mikla áherslu yfirleitt og hef hug á gera það áfram að gerðir séu þjónustusamningar og árangursstjórnunarsamningar í heilbrigðiskerfinu. Það er gagnleg yfirferð yfir mál að gera slíka samninga og gera sér grein fyrir hvaða þjónusta er í boði og hvað hún á að kosta. Ég tel að nauðsynlegt sé að leggja vinnu í slíka starfsemi og það hefur reynst vel þar sem slíkir samningar hafa verið gerðir. Ég vona að þessi samningur náist við SÁÁ og endurtek að þar er um mikilvæga starfsemi að ræða og því miður hefur þörfin á þessari þjónustu farið vaxandi bæði vegna áfengisneyslu en ekki síður vegna eiturlyfjaneyslu sem einnig er alvarlegt vandamál í okkar samfélagi og þarf ekki að lýsa því.