Fjárlög 2002

Fimmtudaginn 04. október 2001, kl. 18:44:24 (158)

2001-10-04 18:44:24# 127. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv., ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 127. lþ.

[18:44]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel fulla ástæðu til að þakka hæstv. fjmrh. fyrir ágæta fjárlagaræðu og framsögu hér í dag og þau svör sem hann hefur veitt okkur þingmönnum við athugasemdum og spurningum. Eins vil ég líka þakka honum og starfsmönnum hans fyrir mikla vinnu að undanförnu.

Fjárln. mun taka þetta frv. til hefðbundinnar vinnslu. Væntir nefndin góðs samstarfs við ráðherra og starfsmenn hans og mun leitast við að ná þeim markmiðum sem sett eru fram í frv.