ÁHösk fyrir GÁ, BjörgvS fyrir LB, ÓV fyrir KHG, ÖHJ fyrir SvanJ

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 15:03:15 (160)

2001-10-08 15:03:15# 127. lþ. 5.93 fundur 51#B ÁHösk fyrir GÁ, BjörgvS fyrir LB, ÓV fyrir KHG, ÖHJ fyrir SvanJ#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[15:03]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 8. okt. 2001.

,,Þar sem Lúðvík Bergvinsson, 6. þm. Suðurl., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa og bréfs 1. varaþm. á lista Samfylkingarinnar í Suðurlandskjördæmi, Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis, að 2. varaþm. á listanum, Björgvin G. Sigurðsson framkvæmdastjóri, taki sæti hans á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Bryndís Hlöðversdóttir,

formaður þingflokks Samfylkingarinnar.``

Hér er bréf frá Katrínu Andrésdóttur, dags. 8. okt. 2001

,,Undirrituð tilkynnir hér með að vegna anna nú þegar hæst hóar í sláturtíð sé ég mér ekki fært að taka sæti á Alþingi nú á haustdögum 2001.

Virðingarfyllst,

Katrín Andrésdóttir.``

Björgvin G. Sigurðsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.

Þá hafa enn fremur borist þessi bréf:

,,4. okt. 2001.

Þar sem ég get ekki af persónulegum ástæðum sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varaþm. á lista Samfylkingarinnar í Norðurl. e., Örlygur Hnefill Jónsson lögmaður, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Svanfríður Jónasdóttir, 4. þm. Norðurl. e.``

,,Reykjavík, 8. okt. 2001.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa og bréfs 1. varaþm. á lista Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Ólafíu Ingólfsdóttur, að 2. varaþm. á listanum, Ármann Höskuldsson forstöðumaður, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Guðni Ágústsson, 2. þm. Suðurl.``

,,Selfossi, 7. okt. 2001.

Herra forseti Alþingis,

Halldór Blöndal.

Sökum anna get ég ekki tekið sæti Guðna Ágústssonar ráðherra, 2. þm. Suðurl., á Alþingi.

Þetta tilkynnist hér með.

Virðingarfyllst,

Ólafía Ingólfsdóttir,

1. varaþm. Framsfl. í Suðurl.``

Enn hefur mér borist bréf, dags. 8. okt. 2001.

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að varaþingmaður Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Kristinn H. Gunnarsson, 3. þm. Vestf.``

Kjörbréf Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, Örlygs Hnefils Jónssonar og Ármanns Höskuldssonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt. En þar sem þau hafa eigi tekið sæti á Alþingi fyrr ber þeim að undirrita drengskaparheit.