2001-10-08 15:15:45# 127. lþ. 5.1 fundur 42#B stuðningur íslensku ríkisstjórnarinnar við hernaðaraðgerðir í Afganistan# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[15:15]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég tel að þessi aðgerð sem gripið var til í gær sé í samræmi við tvær ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og í samræmi við umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ég tel að aðgerðin sé í samræmi við áður yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar og ég tel hana vera í samræmi við þá ályktun eða þá niðurstöðu sem var komin frá utanrmn. að við þessum voðaverkum yrði að bregðast. Ég tel því að þessi gjörð sé í samræmi við allt þetta, tvær ályktanir öryggisráðsins, umræður í allsherjarþinginu, samþykkt utanrmn. Alþingis og samþykkt ríkisstjórnar Íslands sem mönnum var kunnugt um.