2001-10-08 15:17:45# 127. lþ. 5.1 fundur 42#B stuðningur íslensku ríkisstjórnarinnar við hernaðaraðgerðir í Afganistan# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[15:17]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að allar ríkisstjórnir NATO-ríkjanna virðast telja með sama hætti og ég að þessi aðgerð sé í samræmi við samþykktir öryggisráðsins. Það er enginn ágreiningur um það. Það mundi ekki fara vel á því að hefja viðræður í utanrmn. við hv. þm. Steingrím J. Sigfússon um með hvaða hætti Bandaríkjamenn ættu að haga árásum sínum á Afganistan. Ég er ekki viss um að það kæmi mikið út úr þeim ráðagerðum öllum.

Ég tek líka fram að ég er aldrei að tala í nafni hv. þm. sérstaklega heldur í nafni ríkisstjórnarinnar og meiri hlutans hér á Alþingi.