2001-10-08 15:19:35# 127. lþ. 5.1 fundur 42#B stuðningur íslensku ríkisstjórnarinnar við hernaðaraðgerðir í Afganistan# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[15:19]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég dreg ekkert úr því að hv. þm. hafi rétt til sinna skoðana en þær eru afskaplega, finnst mér, óviðfelldnar um þessar mundir og ekki í neinum takt við það sem ríkir um allan hinn siðaða heim, verð ég að segja. Ég tel að skoðanir hans séu mjög á skjön við allt sem þar gerist. Og ég tel að mikill meiri hluti þingsins, eins og kom fram hjá hv. 1. fyrirspyrjanda, formanni Samfylkingarinnar, sé ekki fylgjandi þeim niðurstöðum og áherslum sem hv. þm. hefur.