Fyrirkomulag ökuprófa

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 15:29:06 (179)

2001-10-08 15:29:06# 127. lþ. 5.1 fundur 44#B fyrirkomulag ökuprófa# (óundirbúin fsp.), KolH
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[15:29]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég get verið sammála hæstv. dómsmrh. um að standa þurfi vel að umferðaröryggismálum í landinu. Eins og ég benti á, herra forseti, í máli mínu hér áðan hefur meðvitað verið tekið á málefnum er varða ökuprófin á síðustu árum. Þær aðgerðir virðast hafa skilað árangri og þess vegna verð ég að ítreka spurningu mína, herra forseti:

Hvað er það sem rekur á eftir hæstv. ríkisstjórn að gera breytingar á framkvæmd ökuprófa í dag þar sem þær breytingar sem gerðar hafa verið upp á síðkastið virðast hafa skilað færri slysum meðal nýliða í akstri?

Herra forseti. Ég get ekki orða bundist varðandi hugmyndir hæstv. ráðherra um útboð og spyr: Er þetta enn ein einkavæðingarframkvæmd ríkisstjórnarinnar sem hér er á prjónunum?