Umferðarmál við Smáralind í Kópavogi

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 15:39:04 (186)

2001-10-08 15:39:04# 127. lþ. 5.1 fundur 45#B umferðarmál við Smáralind í Kópavogi# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[15:39]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Að sjálfsögðu hefur Vegagerðin mjög farsæla vinnureglu, vil ég segja, um samstarf við þingmenn hvers kjördæmis þegar kemur að áætlunum um vegaframkvæmdir. Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því að þingmenn Reykn. muni koma að þessu máli. Mér heyrist að um þetta verði ekki ágreiningur ef marka má afstöðu hv. þm. til þessara hugmynda. Hvað um það. Ég held að þetta þurfi að skoða mjög vandlega. Þetta eru feiknalega dýr mannvirki og þess vegna ríður á miklu að velja þann kostinn sem er hagstæðastur bæði í bráð og í lengd. Það er alveg ljóst að þessi mannvirkjagerð, þ.e. bygging verslunarmiðstöðvar þarna í Kópavogi hefur vitanlega feiknalega mikil skipulagsleg áhrif og mikil áhrif á gerð umferðarmannvirkja sem við sáum ekki fyrir þegar verið var að undirbúa framkvæmdaáform í tengslum við vegáætlunina.