Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 17:18:14 (204)

2001-10-08 17:18:14# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[17:18]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það var forveri hæstv. sjútvrh. sem hóf þetta stríð. Það skiptir engu máli þó að hann hafi erft það, hann er handhafi stríðsins.

Við mótmæltum þessu gerræði harkalega, mjög margir stjórnarþingmenn. Við mótmæltum því opinberlega, hér á þinginu, í blöðum, í útvarpi og í þingflokkunum. Niðurstaðan í janúar varð sú að við hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson fluttum tillögu um að fresta gildistöku laganna til 1. sept. árið 2000. Það gerðum við með vitund allra um að við værum að reyna að finna tíma til að vinna þessu líf. Ef við erum sökudólgarnir þá er það hið sama og að segja að þeir sem fái aftöku frestað séu orðnir böðlar þegar að henni kemur.