Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 17:19:31 (205)

2001-10-08 17:19:31# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[17:19]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég hafna því algjörlega að hafa erft eitthvert stríð. En hafi það verið gott verk hjá þeim hv. þm. Einari Oddi Kristjánssyni og Kristni H. Gunnarssyni að fresta því um eitt ár að lögin tækju gildi, ef ég man rétt, (Gripið fram í: Eitt og hálft.) eitt ár frá því sem lagt var til í upphaflega frv., þá var stríðsvilji minn a.m.k. ekki meiri en svo að ég lagði jafnframt til að því yrði frestað um eitt ár til viðbótar, og gekk að mati sumra hv. þm. sem hér eru inni ansi langt í að láta reyna á það hvort það stæðist stjórnarskrána. Þannig að stríðsviljinn og eyðileggingarhvötin sem mér er gerð upp hér var ekki meiri en svo.