Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 17:24:10 (209)

2001-10-08 17:24:10# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[17:24]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Í þau tvö ár sem ég hef setið hér á hinu háa Alþingi hef ég ekki heyrt aðra eins líkræðu um sjávarútvegsstefnu núverandi stjórnvalda og þá sem hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson var að flytja hér áðan. Þetta var hörð ræða og það er eðlilegt að hæstv. sjútvrh. hafi ekki liðið vel undir henni.

Ég vil spyrja hv. þm., vegna þess að nú er landsfundur Sjálfstfl. fram undan og ofurkapp hefur verið lagt á að reyna að mynda einhvers konar samstöðu áður en landsfundurinn hefst til að stinga ofan í þá sjálfstæðismenn sem eru ekki ánægðir með stefnuna eins og hún er í dag, skoðanabræður hv. þm.: Mun hann ræða þetta á svipaðan hátt og hann gerði hér á væntanlegum landsfundi sem hefst næsta fimmtudag? Eða má búast við því að hann, eins og svo margir aðrir sem koma til landsfundar, muni hlusta á innsetningarræðu formanns flokksins þar sem þeim verði eins og síðast nánast bannað að ræða sjávarútvegsmál á landsfundi Sjálfstfl.?