Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 17:25:14 (210)

2001-10-08 17:25:14# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[17:25]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Sjávarútvegsstefnan á Íslandi er stefna sem allir stjórnmálaflokkar hafa tekið þátt í að móta. Alþfl., Alþýðubandalagið, Framsfl., allir stjórnmálaflokkar hafa tekið þátt í þessu. Hún er ekki einkamál núv. ríkisstjórnar. Það er langt því frá. Menn hafa fylgt aflakvótakerfinu. Allir.

Ég ætla bara, herra forseti, að segja við hv. þm., úr því að hann var svo smekklegur að spyrja að þessu þarna í restina: Þekkir hann mig að því, herra forseti, að tala tungum tveim? Þekkir hann mig að því að segja eitt í dag og annað á morgun? Þekkir hann mig að því að segja eitt hér og annað á öðrum stað?