Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 17:31:56 (216)

2001-10-08 17:31:56# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[17:31]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að leiðrétta það að ég sagði ekkert um það að núv. hæstv. sjútvrh. hefði svikið eitthvað sem hann hefði lofað fyrir nokkrum vikum. Það er einhver misskilningur.

Hins vegar liggur fyrir og ég hef skrifað um það opinberlega og rætt um það opinberlega að ef núverandi stjórnvöld bera ekki gæfu til þess að falla frá þeirri ógæfuleið sem þau eru á þá sé ég reiðubúinn til þess að taka höndum saman við hvern sem er, í hvaða flokki sem er, til þess að fá þessari ógæfu hrundið. Auðvitað og að sjálfsögðu, herra forseti, er ég reiðubúinn til þess að gera það. Ég lýsti því yfir áðan að tíminn væri mjög naumur, að það yrði að koma til þess innan mjög skamms og það mundi gerast ef gæfa ríkisstjórnarinnar yrði ekki sú að hafa frumkvæði um það sjálf.