Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 19:31:44 (251)

2001-10-08 19:31:44# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[19:31]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Sá friður sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson nefndi, og varð til í auðlindanefndinni, gekk út á það að gera ekki upp á milli tveggja leiða. Samt sem áður var reynt að ná samkomulagi í endurskoðunarnefndinni um leið sem gæti orðið sem flestum hugnanleg. En þegar það náðist ekki varð að velja aðra hvora leiðina.

Og eins og ég hef sagt þurfa byggðirnar á öðru að halda en því að lífsbjörgin sé rifin frá þeim, og eitt af þeim atriðum sem nefndinni bar að líta til var einmitt hagsmunir byggðanna. Og þar af leiðandi, fyrst að ekki var hægt að koma fram með fyrningarleið eða samningshlutdeildarleið sem tryggði stöðugleikann var ekki um annan kost að ræða en að fara veiðileyfagjaldsleiðina.