Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 09. október 2001, kl. 14:03:56 (264)

2001-10-09 14:03:56# 127. lþ. 6.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 127. lþ.

[14:03]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bera benda hv. þm. á að við höfum í tvígang á síðasta þingi sett ný lög til þess að bæta hlut þeirra aðila sem hér var spurt um. Við settum ný lög í maí sem voru hugsuð til þess að rétta hlut þess hóps sem þingmaðurinn gat um. Ég veit ekki betur en það kosti ríkissjóð stórfé á ári hverju. Má ég svo benda á að það er gert ráð fyrir því að hinar almennu bætur muni hækka í upphafi næsta árs samkvæmt fjárlagafrv. um rúmlega 7% á meðan almenn launahækkun fyrir fólkið sem hann t.d. er umboðsmaður fyrir, opinbera starfsmenn, og reyndar einnig á almenna vinnumarkaðinum, er 3%. Þannig er með engu móti hægt að halda þessu fram eins og hv. þm. gerir. Það er bara ekki sanngjarnt.